Fréttir

Vörðu-Skeggi

November 12, 2018|0 Comments

Hengilssvæðið er virkt eldfjallasvæði og bæði dularfullt og heillandi, með giljum, grösugum leynidölum, hraunum og sléttum, skriðum, hellum, lækjum og bæði heitum og köldum laugum. Hengilssvæðið er gríðarlega öflugt háhitasvæði og sjást merki þess víða [...]

Hnefi í Kjós

November 8, 2018|0 Comments

Ofan við hið svonefnda Melahverfi í Kjós er klettabelti og ber það hæst á tindi sem kallast Hnefi. Þægilegt er að ganga á Hnefa og hlíðar aflíðandi á leiðinni á Lokufjalli og á Hnefanum. Sést [...]

Prestastígur

November 7, 2018|0 Comments

Prestastígur kallast leið sem hefur verið farin um aldir þó að nafnið sé ekki jafn gamalt. Eins og heitið gefur til kynna fóru prestar þessa leið þó að þeir hafi ekki verið jafn margir og [...]

Kerhólakambur í Esju

November 6, 2018|0 Comments

Séð frá Reykjavík virðist Kerhólakambur vera hæsti tindur Esjunnar. Svo er ekki en kamburinn er engu að síður tignarlegur og gönguleiðin falleg og skemmtileg og útsýni gott og upplagt að fara þessa leið með Wapp [...]

Ólafsskarðsvegur

October 18, 2018|0 Comments

Ólafsskarðsvegur er ein af gömlu þekktu þjóðleiðunum og var notuð til að komast á milli Þorlákshafnar og Reykjavíkur. Á leiðinni má sjá hraun og gíginn Leiti, hinn fallega Jósepsdal, grónar grundir og útsýni yfir Suðurströndina. [...]

Síldarmannagötur

October 17, 2018|0 Comments

Gönguleiðin úr Botnsdal í Skorradal kallast Síldarmannagötur og er nokkuð þekkt meðal göngufólks og upplagt að fara hana með Wappinu.  Hún þykir þægileg og er stundum farin fram og til baka á einum degi. Útsýnið [...]

PERSÓNUVERNDARSTEFNA

September 21, 2018|0 Comments

Persónuvernd skiptir Wapp – Walking app miklu máli. Stefna þessi tekur til persónuupplýsinga hvort sem þeim er safnað og þær varðveittar með rafrænum hætti, á pappír eða með öðrum sambærilegum hætti. Stefnan tekur til skráningar, [...]

Stórhóll á Grímannsfelli

June 6, 2018|0 Comments

Grímannsfell er hæsta fellið í landi Mosfellsbæjar og nokkuð áberandi í Mosfellsdalnum þó að það standist ekki samanburð við hina ljósu Móskarðshnúka norðan megin dalsins. Þetta er þægileg leið til að komast á Stórhól og [...]

Sjöundá

May 28, 2018|0 Comments

Við Rauðasand eru fjölbreyttar gönguleiðir og ein þeirra er að tóftum bæjarins Sjöundár. Sjöundá er líklega þekktasta bæjarnafnið við Rauðasand í seinni tíð þrátt fyrir að búskapur þar hafi lagst af árið 1921. Ástæður þessa [...]

Búrfellsgjá

May 27, 2018|0 Comments

Ein af fallegustu gönguleiðunum á höfuðborgarsvæðinu er um Búrfellsgjá við Heiðmörk. Búrfell myndaðist í einu eldgosi fyrir rúmum 8.000 árum. Gjá er reyndar ekki réttnefni, heldur er um að ræða fallega og heillega hrauntröð, rúmlega 3 kílómetra langa [...]

Snæfell

May 20, 2018|0 Comments

Snæfell er hæsta fjall utan jökla á Íslandi, 1833 m á hæð. Það er svipmikið og áberandi og sést víða að. Sérstaklega er tilkomumikið að sjá það bera við himin frá Fljótsdalshéraði. Óhætt er að [...]

Stóra-Eldborg og Geitahlíð

May 8, 2018|0 Comments

Hægt er að finna marga fallega gjallgíga á Íslandi og má hiklaust setja Stóru-Eldborg í flokk með þeim fallegri. Hann er stærstur fimm gíga sem mynduðust þegar gaus í sprungu í og við Geitahlíð. Þessi [...]

Landbrotshólar

April 27, 2018|0 Comments

Ein af gönguleiðunum í Wappinu er um Landbrotshóla sem eru víðáttumesta gervigígasvæði á Íslandi. Hólarnir eru óteljandi, fjölbreytilegir að stærð, lögun og útliti. Í leiðarlýsingunni er fjallað um hvernig hólarnir urðu til fyrir rúmum þúsund [...]

Heiðarbýlin á Jökuldalsheiðinni

April 20, 2018|0 Comments

Margir hafa lesið um Bjart í Sumarhúsum og aðrar eftirminnilegar sögupersónur sem bjuggu í litlum kotbýlum á heiðum landsins. Nú er hægt að komast í návígi við aðstæður þeirra og búið að gefa út heiðarbýlahring [...]

Kofri

April 18, 2018|0 Comments

Kofrinn er bæjarfjall Súðavíkur og leiðin þangað upp er í Wapp - Walking app. Tindurinn er mjög fallegur á að líta, áberandi þar sem hann rís upp af fjallsbrúninni og sést víða úr Álftafirði. Hægt [...]

Kothraunskúla á Snæfellsnesi

April 17, 2018|0 Comments

Ein af leiðunum á Snæfellsnesi er á Kothraunskúlu í Helgafellssveit. Kothraunskúla er gjallgígur sem gaus fyrir um 4000 árum og er einn af fjórum gígum sem Berserkjahraun rann frá. Þó að Kothraunskúlan sé ekki hæsta fjallið [...]

Karolina fund söfnun

April 14, 2018|0 Comments

Haustið 2015 safnaði Wapp - Walking app fyrir leiðarlýsingum í gegnum Karolina fund. Á þeim tíma var vefsíðan ekki fullbúin og láðist svo að setja lista inn á síðuna yfir alla þá sem styrktu söfnunina af rausnarskap. [...]

Fjöldi leiða í Wappinu

March 22, 2018|0 Comments

Á síðustu tveimur árum hefur fjöldi leiða bæst við Wappið og nú má velja á milli 205 leiðarlýsinga um allt land. Leiðirnar eru mjög fjölbreyttar og allt frá því að vera léttar þéttbýlisleiðir til erfiðra fjallgönguferða. [...]

Laugavegur

March 19, 2018|0 Comments

Gönguleiðin um Laugaveginn, á milli Landmannalauga og Þórsmerkur, er vinsælasta gönguleið landsins og hefur komist á lista yfir fallegustu gönguleiðir í heimi. Landslagið er ótrúlega fjölbreytt, gengið er um litskrúðug líparítsvæði, biksvört hrafntinnuhraun, hvissandi háhitasvæði, [...]