Á síðustu tveimur árum hefur fjöldi leiða bæst við Wappið og nú má velja á milli 205 leiðarlýsinga um allt land. Leiðirnar eru mjög fjölbreyttar og allt frá því að vera léttar þéttbýlisleiðir til erfiðra fjallgönguferða. Skoðið úrvalið á Wapp – Walking app og þið eigið örugglega eftir að finna eitthvað við ykkar hæfi.

Munið jafnframt eftir því að nýta ykkur það að tilkynna staðsetningu ykkar til 112 í gegnum Wappið, fylgist með veðurspám í fjölmiðlum eða á netinu og verið búin í samræmi við árstíma og aðstæður.

Góða ferð!