Persónuvernd skiptir Wapp – Walking app miklu máli. Stefna þessi tekur til persónuupplýsinga hvort sem þeim er safnað og þær varðveittar með rafrænum hætti, á pappír eða með öðrum sambærilegum hætti. Stefnan tekur til skráningar, vörslu og vinnslu á persónuupplýsingum sem falla undir stefnuna. Stefnan er aðgengileg á heimasíðu Wapp – Walking app.
Um meðferð persónuupplýsinga gilda lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga eins og þau eru á hverjum tíma, sem og viðkomandi hlutar reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga. Taka lögin m.a. á vinnslu, vörslu og miðlun persónuupplýsinga.
Wapp – Walking app ehf. ber ábyrgð á skráningu og meðferð persónuupplýsinga Wapp – Walking app þar sem lausnin er í eigu félagsins og er svokallaður ábyrgðaraðili vinnslu í skilningi persónuverndarlöggjafar vegna þjónustu Wapp – Walking app.
Þá eru þeir aðilar sem Wapp – Walking app kann að miðla upplýsingum til, sbr. V. kafli þessarar persónuverndarstefnu, sjálfstæðir ábyrgðaraðilar varðandi þá vinnslu upplýsinga sem fer fram á þeirra vegum og bera sjálfstæða ábyrgð á því að öll meðferð þeirra sé í samræmi við persónuverndarlöggjöf.
Hægt er að hafa samband við okkur með því að senda skriflega fyrirspurn á einar@wapp.is og með því að hringja í 663-2113 ef þú hefur einhverjar spurningar í tengslum við persónuvernd.
Hlutverk Wapp – Walking app er að gera notendum kleift að hlaða niður gönguappinu Wapp – Walking app, hlaða niður stökum ferðum og nota þær offline og að vera með tengingu við Neyðarlínuna/112 til að auka öryggi útivistarfólks. Vinnsla Wapp-Walking app fer ýmist fram vegna framkvæmdar samnings, samþykkis, fyrirmæla í lögum, reglum og stjórnvaldsfyrirmælum, eða á grundvelli lögmætra hagsmuna. Til að geta sinnt hlutverki sínu safnar Wapp – Walking app eftirfarandi upplýsingum og vinnur með þær í eftirfarandi tilgangi:
Wapp-Walking app safnar upplýsingum sem vafri þinn eða sími sendir og eru nauðsynleg þegar þú nýtir þér þjónustu okkar, þ.e. gögn sem geta falið í sér upplýsingar eins og GPS hnit, IP-tölu, tegund vafra, útgáfu vafra, síður þjónustunnar, tíma og dagsetningu heimsóknar og önnur talnagögn.
Við notum vefkökur til þess að aðgreina þig frá öðrum notendum á vefsíðu Wapp-Walking app. Vefkökur eru litlar textaskrár sem netvafrinn þinn vistar á tölvunni þinni sé netvafrinn þinn stilltur til að samþykkja notkun á vefkökum. Vefkökurnar gera okkur kleift að muna ákveðnar stillingar hjá notanda til að bæta notendaupplifun og fá tölfræðiupplýsingar um notkun á vefsíðu wapp.is.
Notendur geta ákveðið hvort þeir leyfa sumar eða allar vefkökur með stillingum í netvafra. Um er að ræða sjálfvirka upplýsingasöfnun vegna notkunar á vefsvæði og appi Wapp-Walking app.
Við seljum aldrei persónuupplýsingar um þig. Við miðlum aldrei persónuupplýsingum til þriðja aðila án þess að samþykki þitt fyrir miðluninni liggi fyrir (sem þér er frjálst að hafna) nema þar sem okkur er það skylt samkvæmt lögum eða í þeim tilvikum sem talin eru upp í IV. kafla eða í næstu málsgrein.
Okkur er heimilt að miðla persónuupplýsingum til þriðja aðila (vinnsluaðila) sem er þjónustuveitandi, umboðsmaður eða verktaki okkar í þeim tilgangi að ljúka við verkefni eða veita þér þjónustu eða vöru sem þú hefur beðið um eða samþykkt. Við deilum einnig upplýsingum, í tölfræðilegum tilgangi, með vinnsluaðilum sem vinna með okkur við gæða -og markaðsstarf. Við afhendum vinnsluaðilunum einungis þær persónuupplýsingar sem eru nauðsynlegar fyrir þá í framangreindum tilgangi og gerum við þá samning þar sem þeir undirgangast skyldu um að halda upplýsingum um þig öruggum og nota þær einungis í framangreindum tilgangi.
Þá er athygli þín vakin á að allt efni sem þú birtir eða deilir á samfélagsmiðlasíðum okkar eru opinberar upplýsingar.
Persónuverndarstefnan nær ekki til upplýsinga eða vinnslu þriðju aðila en við höfum enga stjórn á né berum ábyrgð á notkun, birtingu eða öðrum verkum þeirra þar sem þeir eru sjálfstæðir ábyrgðaraðilar varðandi þá vinnslu upplýsinga sem fer fram á þeirra vegum. Við hvetjum þig því til að kynna þér persónuverndarstefnu þriðju aðila, þ. á m. vefhýsingaraðilum þeirra síðna sem geta vísað á okkar, hugbúnaðarfyrirtækja á borð við Facebook, Apple, Google og Microsoft ásamt þeirri greiðsluþjónustu sem þú kýst að nota.
Wapp – Walking app leggur mikla áherslu á að vernda vel allar persónuupplýsingar.
Við munum tilkynna þér án ótilhlýðilegrar tafar ef það kemur upp öryggisbrot er varðar persónuupplýsingarnar þínar sem hefur í för með sér mikla áhættu fyrir þig. Með öryggisbroti í framangreindum skilningi er átt við brot á öryggi sem leiðir til óviljandi eða ólögmætrar eyðingar persónuupplýsinga eða að þær glatist, breytist, verði birtar eða aðgangur veittur að þeim í leyfisleysi.
Athygli þín er þó vakin á því að þú berð ábyrgð á persónuupplýsingum, t.d. nafni, kennitölu og mynd, sem þú kýst að deila eða senda á almennum vettvangi t.d. í gegnum spjallrás eða Facebook síðu Wapp – Walking app.
Þú átt alltaf rétt á að leggja fram kvörtun til Persónuverndar komi upp ágreiningur um meðferð persónuupplýsinga, en við kynnum að meta það ef þú gæfir okkur tækifæri til að leysa málið áður en þú hefur samband við Persónuvernd.
Persónuverndarstefnan er endurskoðuð reglulega og kann því að taka breytingum. Þér er því ráðlagt að kynna þér persónuverndarstefnuna reglulega en breytingar á stefnunni öðlast gildi við birtingu á heimasíðu fyrirtækisins; www.wapp.is. Þegar efnislegar breytingar eru gerðar sem hafa áhrif á réttindi þín munum við tilkynna sérstaklega um þær með tölvupóstskilaboðum og/eða með SMS skeyti.