Stundaðu útivist með Wappinu
Komdu í gönguferð með Wappinu og þú upplifir ævintýri um leið og þú fræðist um umhverfið og lest sögur sem tengjast því. Leiðirnar eru fjölbreyttar og reynslan verður skemmtilegri og innihaldsríkari. Þetta snýst ekki bara um að komast á leiðarenda heldur að njóta ferðarinnar ennþá betur. Prófaðu nýjar, fjölbreyttar slóðir og hafðu öryggið í farteskinu.
Gnótt upplýsinga
Wapp-Walking app hefur að geyma safn fjölbreyttra GPS leiðarlýsinga fyrir snjallsíma um allt Ísland með upplýsingum um örnefni, sögur, náttúru og umhverfi til þess að njóta ferðarinnar sem best. Leiðarlýsingarnar notast við kortagrunn Samsýnar og þeim hlaðið fyrirfram inn í símann og svo notaðar án gagnasambands (offline).
Ljósmyndir og eru í öllum leiðarlýsingum og er þar einnig að finna upplýsingar um árstíðabundinn aðgang, bílastæði, almenningssalerni og ef ástæða er til að benda á hættur eða önnur varúðarsjónarmið á leiðunum.
Upplýsingapunktar koma fram á hverri leið sem er merkt sem leiðsögn og vísa í lífríki, jarðfræði, örnefni eða annað sögulegt sem tengist umhverfinu. Leiðarlýsingar sem eru merktar sem hreyfing innihalda ekki upplýsingapunkta. Leiðarlýsingarnar eru ýmist í boði styrktaraðila eða þær seldar notendum á vægu verði.
GPS
Í snjallsímum er GPS staðsetningartæki (Global Positioning System) sem getur fundið út staðsetningu símtækisins með því að tengjast gervihnöttum. Þjónustan kostar ekkert og er ekki í tengslum við áskrift hjá símafyrirtækjum. Símtækið þarf því ekki að vera í gagnasambandi (t.d. 4G) til að nýta þessa tækni. Athugið þó að gefa Wappinu leyfi til að tengjast staðsetningarbúnaði símans þegar Wappinu er hlaðið niður.
LEIÐARLÝSING OG KORT
Notandi þarf að skrá inn notendanafn sitt í Apple eða Google til að geta hlaðið inn leiðum. Viðkomandi eignast leiðarlýsinguna með korti eftir fyrstu kaup og getur ekki keypt sömu leið tvisvar. Hægt er að nýta leiðarlýsinguna á öðrum tækjum sem sami notandi hefur yfir að ráða og hann nýtir notendanafn sitt úr Apple eða Google. Ef leiðarlýsing er fjarlægð úr tæki er hægt að hlaða henni aftur inn síðar án þess að greiða fyrir. Mælt er með því að fjarlægja leiðir úr tækinu öðru hvoru því að stundum eru leiðir uppfærðar ef þörf krefur með auknum upplýsingum eða leiðin færð til á kortinu.
Sumar leiðarlýsingar eru ókeypis og merktar þannig á Wapp-Walking app. Vegna reglna hjá Apple og Google þá þurfa sömu skilaboð að koma fram við kaup á leið sem kostar og hleðslu á leið sem er ókeypis. Svo að notendur eru spurðir hvort þeir vilji örugglega kaupa leið hvort sem hún er frí eður ei. Notendur geta verið öruggir um að ef leið er merkt ókeypis þá munu þeir ekki þurfa að greiða neitt.
ÖRYGGI
Wappið er í samstarfi við Neyðarlínuna þar sem notandi getur sent tilkynningu um staðsetningu sína með textaskilaboðum úr símanum til Neyðarlínunnar þegar hann leggur af stað. Þetta er valkvætt og einungis til öryggis og ekki er farið í að skoða gögnin nema ef viðkomanda sé saknað.
Samstarfsaðilar
Wappið á í farsælu samstarfi við þónokkur fyrirtæki sem koma að forritinu frá ólíkum hliðum.
Aðstandandi
Ég hef lengi haft brennandi áhuga á hvers kyns útivist og þá sérstaklega á margs konar gönguferðum eða fjallgöngum. Það hefur hins vegar aldrei verið nóg að komast á leiðarenda, ég þarf að vita eitthvað um fólkið sem fór um sömu slóðir fyrr á öldum, um búsetu eða önnur not af landinu og helst sögur af fólki, þjóðsögur eða hvers kyns sögur. Þá hef ég mikinn áhuga á jarðfræði, sem tengist yfir í áhuga á náttúrunni og öllu því sem má sjá í umhverfinu. Örnefni varpa oft ljósi á landslagið með eftirminnilegum hætti og þess vegna hef ég sérstakan áhuga á þeim og man þau raunar betur en nöfn á fólki.
Líklega á amma mín heitin, Hulda Þórisdóttir, hvað mestan hluta í þessum áhuga mínum því að hún var óþreytandi við að taka mig með um fjörur og fjallshlíðar og segja sögur og setja náttúruna í samhengi og jafnframt segja frá huldufólki og öðru sem aðeins fáir sjá.
Einar Skúlason einar@wapp.is
Útgáfa
2014 Átta gönguleiðir í nágrenni Reykjavíkur. Útgefandi: Mál og menning
2015 Lóa með strá í nefi, 20 gönguleiðir í nágrenni Reykjavíkur. Útgefandi: Eyvindur ehf.
Vörðu-Skeggi
Hengilssvæðið er virkt eldfjallasvæði og bæði dularfullt og heillandi, með giljum, grösugum leynidölum, hraunum og sléttum, skriðum, hellum, lækjum og [...]
Hnefi í Kjós
Ofan við hið svonefnda Melahverfi í Kjós er klettabelti og ber það hæst á tindi sem kallast Hnefi. Þægilegt er [...]
Prestastígur
Prestastígur kallast leið sem hefur verið farin um aldir þó að nafnið sé ekki jafn gamalt. Eins og heitið gefur [...]
Kerhólakambur í Esju
Séð frá Reykjavík virðist Kerhólakambur vera hæsti tindur Esjunnar. Svo er ekki en kamburinn er engu að síður tignarlegur og [...]
This content isn't available right now
When this happens, it's usually because the owner only shared it with a small group of people, changed who can see it or it's been deleted.Erfiðleikastig gönguleiða
Við hverja gönguleið eru gefnar upplýsingar um áætlaða vegalengd, uppsafnaða hækkun, tíma í göngu, útbúnað og ef sérstakar athugasemdir eiga við. Að því sögðu ber að taka fram að engin ganga er nákvæmlega eins, fólk gengur mishratt og gps mælitæki mæla misjafnlega nákvæmt. Þessar tölur eru því viðmiðunartölur og ber að túlka þannig.
Notast hefur verið við flokkunarkerfi Ferðamálastofu á erfiðleikastigi gönguleiðanna. Í fyrsta lagi eru það bláar leiðir sem hæfa flestum og í öðru lagi rauðar leiðir sem eru miðlungs erfiðar og hæfa fólki í einhverri þjálfun og með réttan útbúnað og í þriðja lagi svartar leiðir sem eru mjög brattar eða verulega erfiðar af öðrum orsökum.
Í merkingu gönguleiðanna eftir erfiðleikastigi er stuðst við flokkunarkerfi Ferðamálastofu. Í því kerfi eru þrír flokkar, blátt, rautt og svart. Blái flokkurinn táknar góða og slétta stíga að jafnaði án teljandi hindrana eða erfiðleika. Rauði flokkurinn táknar svo leiðir og stíga sem geta falið í sér lengri óslétta og erfiða kafla og hindranir svo sem óbrúaða læki og minni ár, lausamöl, há uppstig o.s.frv. Fáar leiðir falla undir svarta flokkinn en þær eru brattar eða erfiðar af öðrum orsökum. Sem dæmi má taka að sumar leiðir eru hér allar flokkaðar með bláa litnum, þó svo að þar séu ekki góðir eða sléttir stígar. Þar er hins vegar þægilegt að fara um, aflíðandi halli og engar verulegar hindranir á leið. Rauði liturinn táknar svo leiðir sem fela í sér meiri hækkun og lengri göngu og reyna því meira á líkamsgetu eins og t.d. Þyrill, Gullbringuhringur og Brekkukambur. Svartar leiðir eru fáar enn sem komið er.
Það er síðan matsatriði hvað fólk telur vera hindranir eða erfitt, en með því að skoða þessar upplýsingar á fólk að geta gert sér grein fyrir því hvað er við hæfi miðað við líkamlegt ástand, árstíma og veður.
Öryggi í farteskinu
Það eru nokkur lykilatriði sem þarf að hafa í huga varðandi öryggi í gönguferðum.
Á SafeTravel er mikið af upplýsingum til að fyrirbyggja slys eða óhöpp á ferð um landið.
- Gerðu alltaf ferðaáætlun og skildu eftir hjá einhverjum í byggð
- Fylgstu mjög vel með veðurspá
- Vertu rétt útbúin/n miðað við þær aðstæður sem þú ert að takast á við
- Kort, áttaviti og GPS tæki ættu alltaf að vera með í för þegar ferðast er utan alfaraleiða
- Vertu með rétta tegund öryggisbúnaðar fyrir þá tegund útivistar sem þú ætlar að stunda
Djúpalón and Dritvík in Snæfellsnes
Snæfellsnes peninsula has always been considered a mystical place and some people have mentioned supernatural energy emanating from the glacier. The famous local Þórður from Dagverðará once said that the society around Snæfellsjökull was so [...]