Fulltrúar Wappsins og Samsýnar skrifuðu undir samning á dögunum um afnot Wappsins af kortagrunni Samsýnar. Kortagrunnurinn er mjög nákvæmur og er útivistarfólki af góðu kunnur enda hefur Samsýn séð um kortagrunninn fyrir Garmin tækin um árabil. Lausnin er unnin með hjálp hins framúrskarandi ArcGIS hugbúnaðar. Hægt verður að hlaða inn leiðarlýsingum á símann með flís úr Íslandskortinu og nota offline.

———————————-

Representatives from Wapp and Samsyn signed a contract on using Samsyn’s extensive database of detailed maps through the ArcGIS software from Esri. Hikers deserve the best available technology through the Wapp. Hiking routes can be downloaded with a map of the nearest area and used offline.