Margar skemmtilegar dagleiðir í Wappinu eru í næsta nágrenni við höfuðborgarsvæðið. Ein af þeim er hin svokallaða Dalaleið sem lá áður á milli Krýsuvíkur og Kaldársels og þaðan til Hafnarfjarðar. Ekki er þó víst að leiðin hafi legið nákvæmlega þar sem leiðarlýsing Wappsins og stikurnar leiða okkur en engu að síður má sjá merki gömlu götunnar á nokkrum stöðum. Á leiðinni sést hið grænleita Grænavatn, Austurengjahver, Kleifarvatn, Jónshellir, útsýni ofan af Vatnshlíð, Fagridalur, Undirhlíðar, Helgafell og margt annað skemmtilegt. Leiðin er yfirleitt greiðfær en á veturna getur þurft brodda til þess að komast niður brekkuna ofan í Fagradal. Þetta er löng leið eða yfir 20 km og þreytandi að ganga í þýfðu og grýttu landslagi og því er betra að vera í góðu formi eða skipta leiðinni í tvennt og taka í tveimur áföngum. Á góðum degi er dásamlegt að fara um þessar ósnortnu slóðir.
Það rýkur vel úr Austurengjahver.
Útsýnið er fallegt ofan af Vatnshlíð. Þarna sést í Kleifarvatn og Sveifluháls.
Nyrsti hluti Kleifarvatns og Sveifluhálsins. Í fjarska sést yfir Faxaflóa á Snæfellsnes.
Sunnan við Kleifarvatnið.
Hinn fallegi Fagridalur.
Gullbringa.
Ýmsar hraunmyndanir sjást á leiðinni. Hér má sjá hraunreipi, sem myndast þegar yfirborð hraunsins yrjast.
Helgafell.
Úr Jónshelli.
Leave A Comment