Borgarfjörður eystri er einn fallegasti fjörður á Íslandi. Litríkt Staðarfellið og tilkomumikil Dyrfjöll eru á hvora hlið og milli þeirra er friðsælt lítið þorpið. Nú er komin leiðarlýsing í Wappið sem leiðir þig um þorpið og fræðir um einstök hús og margt fleira á réttum stöðum.
Í leiðarlýsingunni er fjallað um huldufólk, Jóhannes Sveinsson Kjarval, ketil frá Suður-Ameríku sem nýttist í Bræðslunni, baðhúsið sem var aðeins fyrir hunda og Gusu, sem skilar engu sem í hana fer.
Skoðið hinn fallega Borgarfjörð með aðstoð Wappsins!
Leave A Comment