Stundaðu útivist með Wappinu

Komdu í gönguferð með Wappinu og þú upplifir ævintýri um leið og þú fræðist um umhverfið og lest sögur sem tengjast því. Leiðirnar eru fjölbreyttar og reynslan verður skemmtilegri og innihaldsríkari. Þetta snýst ekki bara um að komast á leiðarenda heldur að njóta ferðarinnar ennþá betur. Prófaðu nýjar, fjölbreyttar slóðir og hafðu öryggið í farteskinu.

app-store-icon-copy1     googleplay

Gnótt upplýsinga

Wapp hefur að geyma safn fjölbreyttra GPS leiðarlýsinga fyrir snjallsíma um allt Ísland með upplýsingum um örnefni, sögur, náttúru og umhverfi til þess að njóta ferðarinnar sem best. Leiðarlýsingarnar notast við kortagrunn Samsýnar og hægt að hlaða þeim fyrirfram inn í símann (offline) eða nota þær í beinu gagnasambandi (online).

Ljósmyndir og teikningar eru í öllum leiðarlýsingum og er þar einnig að finna upplýsingar um árstíðabundinn aðgang, bílastæði, almenningssalerni og ef ástæða er til að benda á hættur eða önnur varúðarsjónarmið á leiðunum.

Upplýsingapunktar koma fram á hverri leið sem vísa í lífríki, jarðfræði, örnefni eða annað sögulegt sem tengist umhverfinu. Leiðarlýsingarnar verða ýmist í boði styrktaraðila eða þær seldar notendum á vægu verði.

GPS

Í snjallsímum er GPS staðsetningartæki (Global Positioning System) sem getur fundið út staðsetningu símtækisins með því að tengjast gervihnöttum. Þjónustan kostar ekkert og er ekki í tengslum við áskrift hjá símafyrirtækjum. Símtækið þarf því ekki að vera í gagnasambandi (t.d. 3G) til að nýta þessa tækni..

ÖRYGGI

Wappið er í samstarfi við Neyðarlínuna þar sem tilkynning um staðsetningu viðkomandi og nafn leiðarlýsingar er send til Neyðarlínunnar þegar göngumaður leggur af stað í göngu. Við lok göngunnar er aftur send tilkynning til Neyðarlínunnar. Þetta er einungis til öryggis og ekki er farið í að skoða gögnin nema ef viðkomanda sé saknað.

Samstarfsaðilar

Wappið á í farsælu samstarfi við þónokkur fyrirtæki sem koma að forritinu frá ólíkum hliðum.

Stokkur-logo

Fyrirtækið hefur forritað mörg af helstu öppum síðustu ára, m.a. fyrir Strætó, Domions, Nova og Aur. Stokkur forritar og hannar Wappið ásamt því að sjá um uppfærslur.

Samsyn-Logo

Er sérhæft kortafyrirtæki á sviði landupplýsingakerfa, kortagerðar og stjórnkerfa fyrir vaktstöðvar á Íslandi. Samsýn sér um kortagrunn Wappsins svo hann mæti ávallt ítrustu kröfum.

KPMG-Logo

KPMG veitir fyrirtækjum og einstaklingum sérhæfða þjónustu á sviði endurskoðunar og ráðgjafar. Það sér um bókhald Wappsins, gerð ársreikninga og veitir ráðgjöf um rekstrartengd málefni.

112-logo

Neyðarlínunni berast tilkynningar úr Wappinu um staðsetningu viðkomanda við upphaf og lok göngu. Þetta er eingöngu til öryggis og eru gögnin ekki skoðuð nema ef viðkomanda er saknað.

Minja-logo

Wappið og Minjastofnun Íslands undirrituðu viljayfirlýsingu um samstarf. Markmiðið er að eiga samstarf um kynningu á stöðum víða um land sem hafa sögulegt- og þjóðmenningarlegt gildi.

FI-logo

Ferðafélag Íslands styrkti Wappið fjárhagslega við stofnun þess og býður auk þess upp á leiðarlýsingar í Wappinu.

UMFê_merki

Ungmennafélag Íslands styrkti Wappið fjárhagslega við stofnun þess og býður auk þess upp á leiðarlýsingar í Wappinu.

rgp-rgb-merki-hringur-x3-mobile-

Wappið og Reykjanes Geopark eiga í viðamiklu samstarfi um skráningu leiðarlýsinga auk þess sem Reykjanes Geopark býður upp á þrjár leiðir.

akureyrarstofa

Akureyrarstofa býður upp á leiðarlýsingu um miðbæ Akureyrar og mun auk þess eiga í samstarfi við Wappið um skráningu leiðarlýsinga í nágrenni Akureyrar.

Aðstandandi

Ég hef lengi haft brennandi áhuga á hvers kyns útivist og þá sérstaklega á margs konar gönguferðum eða fjallgöngum. Það hefur hins vegar aldrei verið nóg að komast á leiðarenda, ég þarf að vita eitthvað um fólkið sem fór um sömu slóðir fyrr á öldum, um búsetu eða önnur not af landinu og helst sögur af fólki, þjóðsögur eða hvers kyns sögur. Þá hef ég mikinn áhuga á jarðfræði, sem tengist yfir í áhuga á náttúrunni og öllu því sem má sjá í umhverfinu. Örnefni varpa oft ljósi á landslagið með eftirminnilegum hætti og þess vegna hef ég sérstakan áhuga á þeim og man þau raunar betur en nöfn á fólki.

Líklega á amma mín heitin, Hulda Þórisdóttir, hvað mestan hluta í þessum áhuga mínum því að hún var óþreytandi við að taka mig með um fjörur og fjallshlíðar og segja sögur og setja náttúruna í samhengi og jafnframt segja frá huldufólki og öðru sem aðeins fáir sjá.

Einar Skúlason einar@wapp.is

Útgáfa

2014   Átta gönguleiðir í nágrenni Reykjavíkur. Útgefandi: Mál og menning

2015   Lóa með strá í nefi, 20 gönguleiðir í nágrenni Reykjavíkur. Útgefandi: Eyvindur ehf.

Fréttir

  • stadarfell

Ný leiðarlýsing um Borgarfjörð eystri

Borgarfjörður eystri er einn fallegasti fjörður á Íslandi. Litríkt Staðarfellið og tilkomumikil Dyrfjöll eru á hvora hlið og milli þeirra […]

  • Stokkur

Forritarar Stokks vinna hörðum höndum

Forritarar Stokks vinna hörðum höndum að því að klára fyrstu útgáfu af Wappinu fyrir Iphone og Android síma. Allt kapp […]

  • 12079187_914452208603818_2513792328897541118_n

Fundir á Akureyri vegna mögulegs samstarfs

Í dag hafa farið fram fundir á Akureyri um mögulegt samstarf. Frekari tíðinda er að vænta á næstunni. / Some […]

  • 12011350_1480079778961206_3937935388359667811_n

Toppstöðin

Wappið er þátttakandi í Toppstöðinni, sem er raunveruleikaþáttur um frumkvöðla og sýndur á fimmtudagskvöldum á RÚV fram í nóvember. Sagafilm […]

Facebook

Flestir fara að Gullfossi vestan megin og á sumrin má sjá hundruð manna þar samtímis. Þessi leið liggur að fossinum austan megin og er upplögð fyrir þá sem vilja njóta meiri kyrrðar og skoða gullna fossinn frá nýju sjónarhorni.

Most people who visit Gullfoss approach it from the west side and in summer hundreds of people are there at the same time. This path takes you to the waterfall on the east side and is ideal for those who want to experience more peace in the nature.
... See MoreSee Less

Skoða á Facebook

Sjöundá á Rauðasandi er líklega með þekktari stöðum á Vestfjörðum. Samt hafa tiltölulega fáir komið þangað. Nú er Sjöundá komin í Wappið og þar er jafnframt skyggnst í söguna og sagt frá morðmálum, skrautlegum bát og fleira athyglisverðu. Gönguleiðin sjálf er þægileg og flestum fær og útsýnið yfir Rauðasand er sérstaklega fallegt í sólsetri.

Sjöundá is probably the most famous farm in Rauðisandur although it has been deserted since 1921. The reason for this is a murder case from 1802 which the author Gunnar Gunnarsson wrote about in his novel Svartfugl. Take this walk with the Wapp and find out a bit more on the history of Sjöundá as you enjoy the beautiful scenery.
... See MoreSee Less

Skoða á Facebook

Ein af gömlu þjóðleiðunum til Reykjavíkur er Ólafsskarðsvegur. Þessi fallega leið fer um Jósepsdal, framhjá Leiti, Fjallinu eina og Geitafelli í Ölfus.

This is one of the old routes to Reykjavík and lies through beautiful area with lava, mountains and some folk tales to spice it up.
... See MoreSee Less

Skoða á Facebook

Erfiðleikastig gönguleiða

Við hverja gönguleið eru gefnar upplýsingar um áætlaða vegalengd, uppsafnaða hækkun, tíma í göngu, útbúnað og ef sérstakar athugasemdir eiga við. Að því sögðu ber að taka fram að engin ganga er nákvæmlega eins, fólk gengur mishratt og gps mælitæki mæla misjafnlega nákvæmt. Þessar tölur eru því viðmiðunartölur og ber að túlka þannig.

Notast hefur verið við flokkunarkerfi Ferðamálastofu á erfiðleikastigi gönguleiðanna. Annars vegar eru það bláar leiðir sem hæfa flestum og hins vegar rauðar leiðir sem eru miðlungs erfiðar og hæfa fólki í einhverri þjálfun og með réttan útbúnað.

Í merkingu gönguleiðanna eftir erfiðleikastigi er stuðst við flokkunarkerfi Ferðamálastofu. Í því kerfi eru þrír flokkar, blátt, rautt og svart. Blái flokkurinn táknar góða og slétta stíga að jafnaði án teljandi hindrana eða erfiðleika. Rauði flokkurinn táknar svo leiðir og stíga sem geta falið í sér lengri óslétta og erfiða kafla og hindranir svo sem óbrúaða læki og minni ár, lausamöl, há uppstig o.s.frv. Engin gönguleiðanna fellur undir svarta flokkinn. Sem dæmi má taka að Lyklafell, Selfjall og Skáldaleiðin eru hér allar flokkaðar með bláa litnum, þó svo að þar séu ekki góðir eða sléttir stígar. Þar er hins vegar þægilegt að fara um, aflíðandi halli og engar verulegar hindranir á leið. Rauði liturinn táknar svo leiðir sem fela í sér meiri hækkun og lengri göngu og reyna því meira á líkamsgetu eins og t.d. Þyrill, Gullbringuhringur og Brekkukambur. Ekki er fyrirhugað að hafa leiðir í Wappinu í erfiðasta flokknum að minnsta kosti ekki fyrst um sinn.

Það er síðan matsatriði hvað fólk telur vera hindranir eða erfitt, en með því að skoða þessar upplýsingar á fólk að geta gert sér grein fyrir því hvað er við hæfi miðað við líkamlegt ástand, árstíma og veður.

 

Öryggi í farteskinu

Það eru nokkur lykilatriði sem þarf að hafa í huga varðandi öryggi í gönguferðum.

Á SafeTravel er mikið af upplýsingum til að fyrirbyggja slys eða óhöpp á ferð um landið.

  • Gerðu alltaf ferðaáætlun og skildu eftir hjá einhverjum í byggð
  • Fylgstu mjög vel með veðurspá
  • Vertu rétt útbúin/n miðað við þær aðstæður sem þú ert að takast á við
  • Kort, áttaviti og GPS tæki ættu alltaf að vera með í för þegar ferðast er utan alfaraleiða
  • Vertu með rétta tegund öryggisbúnaðar fyrir þá tegund útivistar sem þú ætlar að stunda