Um langan aldur nýttu menn sér samgöngukerfi landsins þar sem yfirleitt var farin stysta leið milli byggðarlaga og oft og tíðum um skörð, heiðar eða annað fjalllendi. Þessar leiðir heita allar eitthvað en ganga í dag undir samheitinu þjóðleiðir. Sumar eru við það að hverfa á meðan aðrar eru skýrar og greinilegar. Landpóstar sáu um að koma pósti á milli byggðarlaga á sínum tíma og fóru þeir um margar þessara þjóðleiða og oft var það á þeim árstíma sem fáir voru á ferli. Til eru fjölmargar frásagnir af ferðum landpóstanna og þeim raunum sem þeir lentu og það er þekkt að sumir komust ekki alla leið við það að koma bréfum og bögglum til fólks víða um landið og taka við bréfum til dreifingar.

There are no objects in this facebook feed.

Einar í fótspor landpóstanna

Nú á haustdögum ætlar Einar Skúlason að heiðra minningu landpóstanna og þræða þjóðleiðir frá Reykjavík og vestur á firði. Gangan hefst sunnudaginn 16. október, heildarvegalengdin er um 400 km og eru áætlaðar tvær vikur í verkefnið en þar sem allra veðra er von á þessum tíma er ekki hægt að áætla nákvæmlega þann tíma sem tekur að komast á leiðarenda. Á leiðinni milli Reykjavíkur og Ísafjarðar var farið um Stykkishólm áður fyrr og bátur tekinn yfir Breiðafjörð í Kollafjörð. Einar mun ekki nýta sér bát en óhjákvæmlegt er að ganga nokkra kafla meðfram bílvegum og þá ætlar Einar að húkka far ef einhverjir bílar verða á ferðinni. Bílferðir sem þessar gætu stytt leiðina í liðlega 300 km. Einar mun ganga með viðlegubúnað (tjald og svefnpoka) og einnig gista í gangnamannakofum en að öðru leyti treysta á greiðasemi kunnugra og ókunnugra varðandi húsaskjól ef aðstæður verða erfiðar.

Eins og fyrr sagði er þessi ganga til að heiðra minningu gömlu landpóstanna sem létu sér fátt fyrir brjósti brenna. Til þess að tengja enn frekar við minningu landpóstanna þá ætlar Einar að taka með sér bréf til að afhenda á leiðinni og eru póstburðargjöldin í formi framlags til leiðangursins. Einar mun jafnframt taka niður gps hnit leiðanna og gefa valdar leiðir út í Wapp – Walking app leiðsagnarappinu á íslensku og ensku.

Styrktaraðilar

posturinn_nytt_logo

fk_logo-copy

samsung_1584x1417

Einar í rauntíma

Leiðarlýsing í grófum dráttum

Gangan hefst innan marka borgarinnar þann 16. október og gengið verður eftir göngustígakerfi borgarinnar sem er við lýði í dag. Farið verður gegnum Mosfellsbæ og í Mosfellsdal og framhjá Mosfelli, Skeggjastöðum og um Svínaskarð í Kjós og Sandfellsheiði að Fossá og þaðan með þjóðveginum í Botnsvog og um Síldarmannagötur í Skorradal og þaðan yfir hálsinn í Lundarreykjadal og niður með Grímsá og yfir Hvítá við Hvítárvelli og þaðan að Svignaskarði og á Brúnavatnsgötu sem liggur meðfram Langavatni og um Sópandaskarð í Laugardal. Þaðan er farið um Hörðudal og Búðardal og upp með Fáskrúð og á Ljárskógaheiði og yfir Gaflfellsheiði í Bitrufjörð og þaðan Snartarstaðaheiði í Gilsfjörð. Gengið verður meðfram ströndinni (eða húkkað far) og yfir í Kollafjörð og þaðan upp á Kollafjarðarheiði, niður í Gervidal, Ísafjörð og þaðan eftir Eyrarvegi yfir í Mjóafjörð og í Heydal og um Skötufjarðarheiði og Hestfjarðarheiði í Hestfjörð og þaðan yfir í Hattardal í Álftafirði og meðfram ströndinni í Súðavík og þaðan um Sauradal og Arnardal í Skutulsfjörð og endað í Ísafjarðarbæ.

Fyrsta dagleiðin: Reykajvík – Kjós

fyrsta

Önnur dagleið: Kjós – Skorradalur

0nnur

Þriðja dagleið: Skorradalur – Svignaskarð

thridja

Fjórða dagleið: Svignaskarð – Hörðudalur

fjorda